Færsla Hringvegar um Mýrdal – drög að matsáætlun.
Velkomin! Áformað er að færa Hringveg (1-b2_b4) um Mýrdal. Vegurinn kemur til með liggja sunnar en núverandi lega og verður farið í gegnum Reynisfjall með jarðgöng. Umfang framkvæmdar er slíkt að hún er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Vefsjáin sýnir þá valkosti sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt þeim náttúru- og vatnsverndarsvæðum sem eru á svæðinu. Ítarlegri upplýsingar um framkvæmd, forsendur og markmið, helstu verkþætti, nálgun matsvinnu og rannsóknaráætlun er að finna í drögum að matsáætlun, en skýrslan er aðgengileg efst í hægra horni þessarar síðu.
Verið er að vinna úr umsögnum og athugasemdum sem bárust um drög að matsáætlun. Tillaga að matsáætlun verður auglýst innan tíðar.
Mat á umhverfisáhrifum er ferli þar sem metin eru á kerfisbundinn hátt áhrif sem framkvæmd getur hugsanlega haft á umhverfið. Í matsáætlun er gerð grein fyrir hvaða þættir í umhverfinu verða til skoðunar, hvaða gögnum matið verður byggt á, hvaða rannsóknir eru fyrirhugaðar og hvernig samráði verður háttað.
Hér fyrir neðan eru dæmi um ábendingar sem gætu hjálpað til að bæta matið á áhrifum framkvæmdar:
Verið er að vinna úr umsögnum og athugasemdum sem bárust um drög að matsáætlun. Tillaga að matsáætlun verður auglýst innan tíðar.